Kosningar og nælonsokkamútur

Þegar Ari Kristinsson var í framboði til hreppsnefndar fremur en bæjarstjórnar á Húsavík um miðbik 20. aldar, naut hann að sjálfsögðu stuðnings föður síns, kaupmannsins Kristins Jónssonar, (líkt og annar bisnessmaður í öðru landi, Joseph Kennedy, studdi sinn son John, þegar hann vildi verða forseti í USA).

Þetta  var á skömmtunarárunum á Íslandi og ýmis nauðþurfta- og munaðarvarningur því sjaldsénn og ófáanlegur, meðal annars hinir ómissandi nælonsokkar sem engin kona með sjálfsvirðingu og leggi gat verið án.

Og sagan segir að Kristinn Jónsson kaupi hafi sent öllum kosningabærum konum á staðnum einn nælonsokk – og lofað að selja þeim hinn við vægu verði - ef Ari sonur hans næði kosningu.


Nýjast