Jónas frá Hriflu og hörmulegt hlutskipti kaupstaðabarna á síðustu öld

Jónas frá Hriflu. Hann er til hægri á myndinni.
Jónas frá Hriflu. Hann er til hægri á myndinni.

Á síðustu öld var töluverð togstreita milli þéttbýlis og sveitanna og meðal annars meiningarmunur um kosti og galla barnauppeldis í sveit annarsvegar og  á mölinni hinsvegar. Að sjálfsögðu tók Þingeyingurinn Jónas frá Hriflu þátt í þessari þrætubók. Og reit t.d.  eftirfarandi um kaupstaðaruppeldi árið 1941:

“Þar sem óhreinar eða malbornar götur eru umhverfi barnsins, oft léleg fæða, rúgbrauð, tros og kaffi, iðjuleysi og máttlaust tilhald í sumarhúsinu og síðan hringiða kaupstaðarlífsins, lélegar skemmtanir, vínnautn, reykingar og hraðfara leit eftir áhættusömu lífi, þá er komin eðlileg niðurstaða hins sorglega vanmáttar, sem blöðin fjölyrða um.” JS

 


Nýjast