Hinn eini sanni Skrif-Finnur Mývetninga!

Finnur Baldursson. Hann er sá í miðjunni. Hinir eru félagar hans í Liverpoolliðinu, John Aldridge og…
Finnur Baldursson. Hann er sá í miðjunni. Hinir eru félagar hans í Liverpoolliðinu, John Aldridge og Phil Thompson. Baldur frændi Finns er að sjálfsögðu miklu betri en þeir – enda John og Phil ekki Mývetningar.

Mikil skriffinnska einkenndi eitt sinn  sveitarstjórnarkosningar í Skútustaðahreppi, þar sem kjósendur þurftu að skrifa nöfn tíu frambjóðenda og fullt heimilisfang að auki, ef vel átti að vera og helst með prentstöfum svo læsilegt þætti. Enda munu einhverjir hreinlega hafa kosið að fara ekki á kjörstað til að sleppa við svo miklar ritgerðir í kjörklefa.

Í tengslum við þessa miklu skriffinnsku í Mývatnssveit, stakk einhver upp á því að formaður kjörstjórnar Skútustaðahrepps, Finnur Baldursson, yrði þaðan í frá nefndur Skrif-Finnur. JS

 


Nýjast