Gísli Einarsson og vannýttir limir á Tjörnesi?

Gísli Einarsson þrumar hér yfir Þingeyingum. Mynd: Heiðar Kristjánsson.
Gísli Einarsson þrumar hér yfir Þingeyingum. Mynd: Heiðar Kristjánsson.

Gísli Einarsson, sverð og skjöldur landsbyggðarinnar, var eitt sinn veislustjóri á þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur og fór á kostum. Hann reitti af sér brandara á lókal og landsvísu og sagði m.a. eitthvað á þessa leið:

“Ég hef heyrt að það hafi ekki verið barnað á Tjörnesi undanfarin 14 ár og vegna þessa hafi verið rætt um að Tjörnes breyti um nafn og kallist Geldinganes.

Með hliðsjón af þessu, og til þess að efla fjölbreytni í atvinnulífi á Nesinu, legg ég til að Reðasafnið á Húsavík verði flutt út á Tjörnes. Því það er alveg ljóst að karlmenn þar nota alls ekki ekki limi sína til fjölgunar íbúa hreppsins og þar með mannkyns, heldur eru í mesta lagi að fitla við þá svona persónulega og prívat og téð tól því best geymd á safni.” JS


Nýjast