Frumleg frostmælingatækni Mývetninga

Starri í Garði nam ummerki kólnunar í Mývatnssveit. Mynd: JS
Starri í Garði nam ummerki kólnunar í Mývatnssveit. Mynd: JS

 

Flestar þjóðir mæla hita og kulda með þar til gerðum mælum sem oft eru kenndir við Celcius eða Fahrenheit og þá bræður. En Mývetningar náttúrlega fara sína eigin leiðir í þessum efnum sem öðrum.

Í janúar 1987 var fimbulkuldi á Norðurlandi og þannig mun hafa mælst 30 gráðu frost á hefðbundna mæla í Mývatnssveit. En heimamenn þar tóku ekki síður mark á óhefðbundnari frostmælingum, eða það gerði a.m.k. Starri í Garði. Hann var spurður út í kuldakastið þar efra og svaraði:

„Já, það var nú dálítið kalt þarna um daginn. Ég átti flösku með 45% rússneskum vodka úti í Lödunni minni og þegar innihaldið var orðið botnfrosið, þá þótti mér einsýnt að það væri farið að kólna allverulega.“ JS


Nýjast