Af strjálum baðferðum Erlendar í Ólafsgerði

Guðmundur G. Halldórsson. Mynd: JS
Guðmundur G. Halldórsson. Mynd: JS

Sagnamaðurinn Guðmundur G. Halldórsson frá Kvíslarhóli á Tjörnesi, kemur víða við í bók sinni Úr koppalogni í hvirfilbyl. Meðal annars segir hann sögur af eftirminnilegum mönnum og einn þeirra er Erlendur Stefánsson í Ólafsgerði í Kelduhverfi, sem Guðmundur segir hafa verið búinn margháttuðum hæfileikum í æsku, ekki síst á tónlistarsviðinu. En á seinni árum Erlendar fór að halla undan fæti eins og ýmsar sögur herma. Og svo greinir Guðmundur frá:

Erlendur þótti ekki tiltakanlega pjattaður um dagana svo sem oft mátti sjá og ekki síður finna. Eitt sinn sem oftar kom hann á bæ og var spurður hvað langt væri síðan hann hefði farið í bað. „Ein tuttugu ár,“ var svarið. En svo kom hik á Erlend og hann bætti við: „Þetta er nú eiginlega ekki alveg rétt hjá mér, því ég varð einu sinni holdvotur í göngum -  og síðan eru ekki liðin nema sautján ár.“  JS

 


Nýjast