Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Bjarni Hafþór Helgason sem sendi nýlega frá sér veglegt lagasafn sem nefnist Fuglar hugans þar sem öll hans þekktustu lög er flutt í nýjum útsetningum af mörgum okkar fremstu söngvurum. Tónlistin hefur fylgt honum frá barnæsku en hann byrjaði ungur að semja tónlist. Bjarni Hafþór hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir í lífinu og tók þá ákvörðun fyrir nærri tveimur áratugum að hætta að drekka. Vikudagur settist niður með Bjarna Hafþóri og spjallaði við hann um tónlistina, fjölskylduna, leiðina til betra lífs, fótboltann og afahlutverkið sem hann elskar.

-Málefni mennta-og dagvistunarmála og málefni aldraða og velferðarmál brenna helst á fólki fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor á meðal bæjarbúa á Akureyri. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Vikudag.

-„Ég kynntist ítölskum mat í fyrsta skipti árið 1992 en þá flutti ég til Ítalíu þar sem ég bjó í tæp tvö ár,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku sem sér um Matarhornið þessa vikuna.

-Sjúkrahúsið á Akureyri fékk góðar gjafir frá Samherja þegar Björg EA var formlega nefnd við hátíðlega athöfn á togarabryggjunni á Akureyri síðastliðinn laugardag. Af því tilefni gaf Samherji Sjúkrahúsinu veglega peningagjöf sem nota á til að undirbúa það að koma upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið.

-Útvarp Akureyri FM 98,7 og Ölstofa Akureyrar hafa tekið höndum saman og bjóða Akureyringum upp á HM á risaskjá neðst í Gilinu. Íslendingar spila að minnsta kosti þrjá leiki á HM eins og kunnugt er en mótið hefst í byrjun júní.

-Óhætt er að segja að KA fari rólega af stað í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Þegar fimm umferðum er lokið eru norðanmenn með fimm stig í níunda sæti deildarinnar. Þór/KA gengur hins vegar allt í haginn í titilvörninni í Pepsi-deild kvenna.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast