Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við athafnamanninn Axel Axelsson sem á og rekur Útvarp Akureyri FM98,7 sem fór af stað í byrjun desember sl. Axel er þaulvanur útvarpsmaður og fékk löngun til þess að búa til lókal útvarp í sínum heimabæ. Útvarpsstöðin hefur mælst vel meðal bæjarbúa  fyrstu mánuðina og segist Axel vera auðmjúkur yfir viðtökunum. Vikudagur spjallaði við Axel um útvarpið, fjölskylduna og margt fleira.

-Hvaða oddvitar á Akureyri njóta mests trausts meðal bæjarbúa? Blaðið birtir niðurstöður könnunnar RHA.

-Erfiðara gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri en áður. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar,-bráða,-og þróunarsviðs SAk, segir þetta eiga sérstaklega við um sumarafleysingar. Skortur sé á reyndari hjúkrunarfræðingum til að leysa af í sumar.

- Lestur á Vikudegi eykst verulega á milli ára. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunnar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Vikudag.

-„Við erum sjö í heimili og átta þegar dóttir okkar sem er í Háskóla Íslands kemur norður í frí.  Hún er vegan (grænkeri) og því reynum við að elda þannig rétti þegar hún er hjá okkur,“ segir Auður Hörn Freysdóttir sem sér um Matarhorn vikunnar og bíður upp á gómsæta vegan-rétti.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast