Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hermann Sigtryggsson sem er einn helsti íþróttafrömuður sem Akureyringar hafa  alið af sér og var hann ákveðinn brautryðjandi í íþróttamálum bæjarins. Hermann hefur fengið ótal viðurkenningar fyrir störf sín í gegnum tíðina í íþrótta-og æskulýðsmálum. Hann missti konuna sína fyrir þremur árum og segir það hafa verið erfitt að venjast lífinu einsamall. Vikudagur heimsótti þennan merka mann sem hefur verið mörgum fyrirmynd í gegnum tíðina. 

-Húsnæði Dvalarheimilisins Hlíð á Akureyri er úrelt og fullnægir ekki þeim kröfum sem gerðar eru til hjúkrunarheimila í dag. Þetta kemur fram í grein sem Helga Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA), og Aníta Magnúsdóttir, forstöðumaður í Lögmannshlíð, rita í blaðinu.

-Jóhanna G. Birnudóttir eða Jokka eins og hún er kölluð er í nærmynd í blaðinu.

-Húsnæðisverð á Akureyri hækkaði verulega í fyrra. Meðalstaðgreiðsluverð á fermetra á þriðja ársfjórðungi 2017 í notuðu fjölbýli var 312 þúsund krónur á fermetra og hafði hækkað frá fyrra ári um 22% að raungildi. Þetta er meiri hækkun en var á sama tímabili á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölbýli í vísitölu.

-Ágúst Þór Árnason skrifar leikdóm um Ávaxtakörfunni sem leikfélag VMA sýnir í Hofi um þessar mundir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast