Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem hefur starfað sem lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í um þrjú ár en embættið er það næststærsta á landinu. Halla á rætur sínar fyrir norðan og var fyrsta konan til að gegna starfi lögregluþjóns á Húsavík. Hún segir starf lögreglustjórans krefjandi en passar sig á að ná góðum tíma með fjölskyldunni og finnst fátt betra að skella sér í veiði á góðum sumardögum. Vikudagur heimsótti Höllu á lögreglustöðina.  

- Rúv og Menningarfélag Akureyrar (MAk) ræða þessa dagana um mögulegt samstarf með það að markmiði að þjónusta almenning betur.

- Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að mynda þriggja manna vinnuhóp til fara í þá vinnu að hefja kostnaðar- og þarfagreiningu á uppbyggingu 50 m innisundlaugar, en í starfsáætlun frístundaráðs Akureyrar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir þeirri vinnu.

- Leiguverð hefur  hækkað á Akureyri í ljósi töluverðrar eftirspurnar eftir húsnæði. Frá ágúst 2016
til ágúst 2017 hækkaði leiguverð á fermetra fyrir þriggja herbergja íbúð um 5%.

-Rétt um 25 þúsund fleiri farþegar fóru um innanlandsflugvellina í fyrra og þar af var aukningin langmest á Akureyrarflugvelli og nam hún nærri 17 þúsund farþegum.

-Sverre Jakobsson nýráðinn framkvæmdastjóri ÍBA er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.

-Davíð Kristinsson hjá Heilsuþjálfun sér um matarkrók vikunnar sem er í hollari kantinum.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast