Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Vigni Má Þormóðsson sem hefur starfað í veitingabransanum nánast sleitulaust í rúm 30 ár. Fótboltinn hefur fylgt Vigni í gegnum lífið en eftir að hann hætti að sprikla sjálfur hefur hann unnið félagsstörf  fyrir bæði KA og KSÍ. Vikudagur heimsótti Vigni og ræddi við hann yfir kaffibolla um veitingabransann, fótboltann, félagsstörfin og fjölskylduna.

-Snævarr Örn Georgsson, verkfræðingur og húseigandi í Kambargerði, gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir á Kotárborgum. Hann segir að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir færri íbúðum nú en í fyrri tillögum sé enn um of mikla byggð að ræða.

- Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli segir mikilvægt að fá fjármagn frá ríkinu og til nýbyggingar og þróunar á flugvellinum.

-Eyþór Ingi Jónsson organisti á Akureyri er í nærmynd. Íþróttirnar eru á sínum stað og Styrmir Dýrfjörð sér um matarkrók vikunnar.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast