Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista í Akureyrarkirkju. Aðventan er annasamur tími hjá organistum og er Sigrún þétt bókuð í mánuðinum en gefur sér þó tíma til að undirbúa jólin. Hún er komin af bændafólki og finnst fátt betra en að kúpla sig út úr amstri hversdagleikans í sveitinni. Blaðamaður Vikudags fékk sér kaffibolla með Sigrúnu Mögnu.

-Fulltrúaar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar gagnrýna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021, m.a. að  tillögur meirihlutans um fjárveitingar til einstakra verkefna undanfarin ár hafa ekki gengið eftir.

-Jólin eru á næsta leyti og fékk Vikudagur nokkra einstaklinga til að segja frá matarvenjum yfir jólin, jólahefðum og rifja upp eftirminnileg jól.

-Bjarni Hafþór Helgason tónskáld og fjárfestir er í nærmynd og svarar laufléttum spurningum um daginn og veginn.

-Tryggvi Gunnarsson er með matarkrók vikunnar og býður upp á spennandi uppskrift af hægeldaðri svínasíðu í bjór.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast