Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur, oftast kölluð Inda og er forstöðuljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri en hún hefur starfað í faginu í 35 ár. Hún segir starfið gefandi en það geti vissulega verið erfitt. Í frístundum finnst Indu ekkert betra en útivist í góðra vina hópi og heldur sér í formi með allskyns sporti. Hún varð fyrir skelfilegri árás fyrir um 25 árum þegar maður ruddist inn á heimili hennar og braut gróflega á henni. Vikudagur heimsótti Indu og spjallaði við hana um ljósmæðrastarfið, hreyfinguna sem er henni nauðsynleg, ömmuhlutverkið og hvernig henni tókst að vinna sig úr ofbeldinu.

-Vinkonurnar Kolfinna Líndal 11 ára og Sunna Þórveig 10 ára söfnuðu alls 41 þúsundum krónum fyrir heimilislausa á Akureyri. Þær vinkonur ákváðu að perla og selja það til styrktar heimilislausra í bænum.

-Þær Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Jakobsdóttir stofnuðu hópinn „Matargjafir á Akureyri og nágrenni“ á Facebook fyrir nokkrum árum til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Alls eru 1.564 skráðir í hópinn í dag og fer þeim fjölgandi

-Þórhildur Örvarsdóttir söngkona er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.

-Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2018 til 2021 var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni og er fjallað ítarlega um það í næstu.

- Gísli Björgvin Gíslason sem sér um matarkrók vikunnar og býður upp á alvöru ítalskt Carbonara.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast