Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hjörleif Hallgríms sem hefur átt viðburðarríka ævi. Hann stofnaði bæjarblaðið Vikudag fyrir sléttum 20 árum þegar hann flutti aftur á æskuslóðirnar. Eftir að blaðamannaferlinum lauk hefur Hjörleifur verið iðinn við greinarskrif og segir ávallt það sem honum finnst. Hann er umdeildur maður en segist aldrei skrökva í skrifum sínum. Hjörleifur drakk illa í áratugi en honum til happs tókst honum að setja tappann á flöskuna. Vikudagur heimsótti Hjörleif og spjallaði við hann um blaðið sem hann setti sjálfur á laggirnar, umdeildu skrifin, fjölskylduna, drykkjuna, lífið og tilveruna.

-Viðar Þorleifsson aðalvarðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar sem lét af störfum í vikunni. Viðar hóf störf hjá Slökkviliðinu í janúar 1976 og spannar starfsferillinn því 42 ár. Á þeim tíma hefur Viðar verið ötull talsmaður aukinnar menntunar, bæði á sviði sjúkraflutninga og slökkvistarfa.

-Þessa vikuna eru 20 ár síðan Vikudagur kom fyrst út. Hjörleifur Hallgríms stofnaði blaðið árið 1997 en fyrsta blaðið kom út þann 5. desember sama ár. Farið er yfir tímamótin í blaðinu.

-Regína Michelle Hall nemi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri heimsótti Aflið á Akureyri og fjallaði um þá mikilvægu starfsemi sem þar fer fram.

-Sesselía Ólafsdóttir Vandræðaskáld og leikkona er í nærmynd og svarar laufléttum spurningum um lífið og tilveruna.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast