Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 30. apríl og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Ásdís Arnardóttir sellóleikari var nýlega valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2020. Valið var kunngert á Vorkomu Akureyrarstofu sem haldin var í netheimum. Vikudagur ræddi við Ásdísi um tónlistina, samkomubannið og hvernig hún hyggst nýta tímann á listalaununum.

-Kristín S. Bjarnadóttir sér um Áskorendapennann þessa vikuna og kemur með áhugaverðan pistil.

-Lagðar hafa verið fram tillögur að lóðum til uppbyggingar tveggja heilsugæslustöðva á Akureyri. Allt frá haustinu 2018 hefur verið í gangi samráð bæjaryfirvalda við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á nýjum heilsugæslustöðvum á Akureyri.

-Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs, er einn reyndasti leikmaður liðsins og hefur margan fjöruna sopið í boltanum. Hann hóf ferilinn með Dalvík ungur að árum og er að fara spila sitt átjánda tímabil í meistarflokki er Þór verður í eldlínunni í Inkasso-deildinni í sumar. Sveinn Elías er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.

-Ingþór Örn Valdimarsson sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með tvær uppskriftir sem slá alltaf í gegn á hans heimili.

-Stefán Þór Sæmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók sem nefnist Mar. Bókin er að mörgu leyti framhalds- eða systurbók Upprisu sem Tindur gaf út vorið 2019 og vakti talsverða athygli.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast