Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Fulltrúar í ferðaþjónustu á Norðurlandi eru áhyggjufullir vegna stöðunnar sem upp er komin vegna úbreiðslu COVID-19 veirunnar. Veturinn var ferðaþjónustunni erfiður og treysta því margir á gott sumar.

-Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu þann 29. mars en hann safnar nú fyrir útgáfunni á Karolina Fund. Vikudagur ræddi við Birki.

-Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að reisa fjögur lítil einbýlishús á Akureyri á svæði smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót. Breytingin á deiliskipulagi Sandgerðisbótar felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús.

-Stóra upplestrarkeppnin fór fram í tuttugasta sinn nýverið en hún hefur farið fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri nær frá upphafi. Nemendur 7. bekkjar grunnskóla bæjarins taka þátt í keppninni ár hvert en áður hafa skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa sína, auk varamanns.

-Vilhjálmur B. Bragason skrifar um leiklistarsýningun LMA, Inn í skóginn, sem frumsýnd var í Hofi sl. helgi.

-Ásthildur Ómarsdóttir heldur um áskorendapennann þessa vikuna og skrifar áhugaverðan pistil.

-Níels Þóroddsson, kokkur á Björg EA7, hefur umsjón með matarhorni vikunnar og kemur með gómsætar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast