Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag eftir jólafrí. Í fyrsta blaðinu á nýju ári er rætt við átta valinkunna einstaklinga um árið sem nú er liðið og rýnt í nýja árið. Hvað stóð uppúr á árinu 2018? Hverjar eru vonir, væntingar og markmið á árinu 2019?

-Íbúum á Akureyri fjölgaði um 141 á milli ára. Samkvæmt Þjóðskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.927 en voru 18.786 þann 1. janúar 2018. Fjallað er um íbúaþróunina í blaðinu.

-Guðrún Gísladóttir er stöðvarstjóri í World Class Akureyri og hefur marga fjöruna sopið í líkamsrækt í gegnum árin. Guðrún sér um matarhornið þessa vikuna en hún bíður upp á tvær uppskriftir og kemur einnig með nokkur hollráð fyrir lesendur sem vilja taka sig á í bættu mataræði á nýju ári.

-Niðurstöður Gallup, þar sem íbúar á Norður- og Austurlandi voru spurðir um traust til Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og viðhorf til þjónustu þess, sýna mikið trausta íbúanna til Sjúkrahússins á Akureyri. Landhelgisgæslan er eina stofnunin sem nýtur meira trausts.

-Geir Sveinsson er nýr þjálfari Akureyrar Handboltafélags en hann var formlega kynntur til sögunnar í síðustu viku. Geir tekur við starfinu af Sverre Jakobssyni. Geir segir áskorunina spennandi og hlakkar til verkefnisins.

-Tríó Akureyrar nefnist nýr tónlistarhópur sem býður upp á lifandi tónlistarflutning við hin ýmsu tækifæri. Tríóið er skipað þeim Erlu Dóru Vogler, Billa Halls og Valmari Väljaots.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast