Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Pálma Gunnarsson.  Þeir eru fáir íslenskir tónlistarmennirnir sem hafa átt jafnlangan og farsælan feril og Pálmi. Hann hefur sungið margar af helstu dægurlagaperlum þjóðarinnar og slær ekkert slöku við. Pálmi hefur haldið sér í góðu formi en hann sagði skilið við Bakkus fyrir nær aldarfjórðungi sem var hans lukkuskref í lífinu. Pálmi hefur búið á Akureyri í tugi ára og segir gott að slaka á fyrir norðan.

-Illa hefur gengið að selja í ferðir til Bretlands í beinu flugi frá Akureyri á vegum Super Break ferðaskrifstofunnar. Þetta segir Denise Parkhouse hjá Super Break í samtali við Vikudag. Fyrstu ferðamennirnir á vegum Super Break í beinu flugi til Akureyrar í vetur komu í síðustu viku en búist er við 4.500 manns í alls 29 flugferðum.

-Óvíst er hvort farið verði í uppbyggingu á samgöngumiðstöð á Akureyri. Samgöngumiðstöð hefur verið í umræðunni undanfarin ár en t.a.m. þá voru margir flokkar með samgöngumiðstöð á dagskrá fyrir þarsíðustu sveitarstjórnarkosningar.  

-Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar vill hraða uppbyggingu á leikskólahúsnæði bæjarins. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði mátt koma betur til móts við börn og barnafjölskyldur í nýsamþykktri fjárhagsáætlun.  

-Sigurður Sveinn Sigurðsson, sigursælasti leikmaður Skautafélags Akureyrar frá upphafi, var heiðraður af félagi sínu sl. helgi. Sigurður Sveinn lagði skóna á hilluna í vor, þá 42 ár, eftir afar farsælan feril.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast