Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ólaf Ásgeirsson sem starfaði sem lögreglumaður á Akureyri í hátt í hálfa öld en lét af störfum fyrir átta árum. Ólafur hefur haft nóg fyrir stafni eftir að hann hætti að vinna og lætur sér aldrei leiðast. Hann er annálaður bílaáhugmaður og grípur oft í prjónana fyrir framan sjónvarpið. Vikudagur heimsótti Ólaf og spjallaði við hann um árin í löggunni, lífið eftir vinnuna, áhugamálin og fjölskylduna.

-Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir vilja til að ráðist verði í nýbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 60 einstaklinga.

-Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri hefur í mörg horn að líta um þessar mundir þar sem nýtt skólaár er að hefjast. Hann hefur verið rektor HA í fjögur ár eða frá árinu 2014. Vikudagur fékk Eyjólf til að líta aðeins upp frá daglegum verkefnum og svara nokkrum laufléttum spurningum um sjálfan sig.

-Línurnar fara senn að skýrast í íslenska fótboltanum og í blaði vikunnar er farið vel yfir stöðu akureyrsku knattspyrnuliðanna og fjallað um Norðlenska Greifamótið í handbolta.

-Nýr sveitarstjóri í Svalbarðsstrandahreppi segir mikilvægt að halda áfram með þær áætlanir að koma upp hjóla-og göngustíg milli sveitarfélagsins og Akureyrar.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast