Þekkt tónskáld tekur upp kvikmyndatónlist í Hofi með SN

Menningarhúsið Hof.
Menningarhúsið Hof.

Á næstu vikum er kanadíska tónskáldið Lesley Barber væntanleg í Menningarhúsið Hof til að taka upp kvikmyndatónlist með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Barber er vel þekkt fyrir tónsmíði sína í kvikmyndum og leikhúsi en frægust er hún fyrir tónlistina í kvikmyndunum Manchester by the Sea, Late Night, You Can Count on Me, Mansfield Park, Irreplaceable You, Hysterical Blindness og When Night Is Falling, segir í tilkynningu frá MAk.

Upptökurnar eru hluti af kvikmyndatónlistarverkefninu SinfoniaNord.

Lesley Barber


Nýjast