„Spennandi að vera kominn aftur heim“

Haukur Heiðar Hauksson er kominn heim til KA og segist spenntur fyrir sumrinu í boltanum. Mynd/Þórir…
Haukur Heiðar Hauksson er kominn heim til KA og segist spenntur fyrir sumrinu í boltanum. Mynd/Þórir Tryggvason.

Knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson flutti heim til Akureyrar í desember sl. og samdi við uppeldisfélagið KA og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Haukur Heiðar hefur spilað með AIK í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2015 og varð m.a. sænskur meistari með liðinu. Meiðsli settu strik í atvinnumannaferilinn og því ákváðu Haukur Heiðar og fjölskylda og snúa aftur heim.

Vikudagur sló á þráðinn til Hauks og spjallaði við hann um heimkomuna til Akureyrar og boltann en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.


Nýjast