Söfnuðu rúmlega 40 þúsund krónum fyrir heimilislausa

Kolfinna Líndal og Sunna Þórveig afhentu fulltrúa Hjálpræðishersins á Akureyri peningana í vikunni. …
Kolfinna Líndal og Sunna Þórveig afhentu fulltrúa Hjálpræðishersins á Akureyri peningana í vikunni. Mynd/Þröstur Ernir

Vinkonurnar Kolfinna Líndal 11 ára og Sunna Þórveig 10 ára söfnuðu alls 41 þúsund krónum fyrir heimilislausa á Akureyri. Þær vinkonur ákváðu að perla og selja það til styrktar heimilislausum í bænum. 

Töluverð umræða hefur verið um heimilislausa á Akureyri eftir að Vikudagur flutti fréttir af búsetuúrræði fyrir þann hóp nýverið.

„Umræðan á heimilinu hefur verið að fólk hafi það misgott og sumir eigi ekki heimili. Þessar stúlkur mega ekkert aumt sjá og því vildu þær gera þetta til að hjálpa þeim sem minna mega sín,“ segir Alma Sif móðir Sunnu Þórveigar í samtali við Vikudag.

Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum og voru þær Kolfinna og Sunna hæstánægðar með afraksturinn sem þær afhendu fulltrúa Hjálpræðishersins á Akureyri.


Nýjast