Skíðaði 10 km í vinnuna eftir nýjum göngustíg

Ólafur Ólafsson var tæpan klukkutíma að skíða frá Akureyri í Hrafnagil til vinnu eftir nýjum göngust…
Ólafur Ólafsson var tæpan klukkutíma að skíða frá Akureyri í Hrafnagil til vinnu eftir nýjum göngustíg.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ólafur Rúnar Ólafsson, nýtti sér nýjan hjóla- og göngustíg á milli Hrafnagils og Akureyrar á leið til vinnu í vikunni. Skógræktarfélag Eyfirðinga tróð leiðina frá Kjarnaskógi að Hrafnagili eftir hjóla- og göngustíg sem verður tilbúinn til notkunar sem slíkur síðar á þessu ári. Ólafur er búsettur á Akureyri en sækir vinnu í Eyjafjarðarsveit og ákvað að nýta sér gönguleiðina.

„Ég var tæpan klukkutíma á leiðinni. Ég var nákvæmlega 55 mínútur á leiðinni inneftir en 51 mínútu til baka,“ segir Ólafur í spjalli við Vikudag. „Maður finnur landhallann niður á móti og því er leiðin úteftir örlítið auðveldari,“ segir Ólafur. Hann segir það hafa verið afar hressandi að skíða í vinnuna. „Þetta var mjög skemmtilegt og sýnir strax hvað stígurinn bíður upp á marga möguleika. Einnig er maður miklu öruggari á ferðinni á stígnum og mig hefði aldrei dottið þetta í hug áður en stígurinn var lagður,“ segir Ólafur.

Ólafur Ólafsson

 

Stígurinn formlega vígður í haust

Nýi stígurinn er 7.200 metra hjólreiða- og göngustígur milli Hrafnagils og Akureyrar. Lengdin á milli sveitarfélaganna er 10 km. Ólafur segir mikið verk eftir enn við lagningu stígsins. „Það er búið að leggja svokallað neðra burðarlag en vonir standa til að malbikun hefjist seint í sumar og stígurinn verði formlega tilbúinn næsta haust,“ segir Ólafur.


Nýjast