Skarpur er kominn út

Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á H…
Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á Húsavík. Mynd/epe

Í Skarpi sem kemur út í dag og er á leið inn um lúgurnar er ítarlegt viðtal við Guðrúnu Kristinsdóttur fráfarandi formann Völsungs. Hún fer vel yfir starf sitt með Völsungi og þær breytingar sem orðið hafa á rekstri félagsins.

- Matarkistan er á sínum stað, Kolbrún Sara Larsen kemur bragðlaukunum í gang.

- Tvær aðsendar greinar, frá oddvita D-lista annars vegar og V-lista hins vegar.

- Rætt er við Elke Wald um það hvernig best er að draga úr útbreiðslu lúpínu.

- Þingeyingur í þaula er enn í sumarfríi eins og gamli kallinn en Völsungur Vikunnar er á sínum stað, að þessu sinni framherjinn knái, Alli Jói.

- Zlatan Ibrahimovic kemur við sögu ásamt umboðsmanni Húsavíkur og Árna Vill.

- Atvinnulífið heldur áfram göngu sinni í Skarpi og að þessu sinni er rætt við Guggu í Lóni um sápugerð í Kelduhverfi.

- Firmakeppni Grana er gerð skil á baksíðu

- Heilsíðuumfjöllun um fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar Norðurþings, dregin fram nokkur atriði úr málefnasamningi nýs meirihluta og rætt við fulltrúa meiri- og minnihlutans.

Þetta og meira til í Skarpi vikunnar. Sækja má um áskrift hér eða með því að hringja í 464-2000 eða 460-0750. Einnig má senda tölvupóst á skarpur@skarpur.is

Skarpur 2417


Nýjast