Sirkus Íslands reisir sirkustjaldið á Akureyri

Sirkustjaldið Jökla mun rísa á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 31. júlí og munu þar fara fram sirkussýningar yfir verslunarmannahelgina. Sirkus Íslands sýndi fyrir fullu tjaldi í Reykjavík nú í júlí og verða með lokasýningar sumarsins á Akureyri.

Tvær ólíkar sýningar eru í boði; annars vegar 10 ára afmælissýning Sirkus Íslands sem hentar öllum aldurshópum, og hins vegar fullorðinssirkusinn Skinnsemi, þar sem áhorfendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Sirkuslistafólkið sér sjálft um að reisa tjaldið, en það verður sett upp á þriðjudag og miðvikudag, og svo munu æfingar eiga sér stað í tjaldinu á fimmtudag fyrir fyrstu sýningu á föstudag, en sýningarnar verða dagana 3. – 5. ágúst.

 

 
 

Nýjast