Segja grafalvarlega stöðu uppi í mönnun lögreglumanna

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Á aðalfundi Lögreglufélags Eyjafjarðar [LFE] sem haldin var nýverið var fjallað um þá alvarlegu stöðu sem uppi er í mönnunarmálum lögreglunnar. Fundarmenn lýstu yfir miklum áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem er í löggæslumálum á Norðurlandi eystra og þeirri staðreynd að allt of fáir menntaðir lögreglumenn eru við störf. 

„Að mati fundarmanna veikir það stórlega gæði þjónustu lögreglunnar og raskar almannaöryggi. Þessi undirmönnun og skortur sem er á menntuðum lögreglumönnum er ekki boðlegur að mati fundarins. Fjölga þarf stöðugildum og menntuðum lögreglumönnum í lögreglunni á starfssvæði LSNE og fjölga að nýju sérsveitarmönnum með starfsstöð á Akureyri. Telur fundurinn þetta eitt mesta forgangsmál í málefnum lögreglunnar í dag,“ segir m.a. í ályktun.

 

 


Nýjast