Nótan í Hofi í fyrsta sinn

Lokahátíð  Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla, fer fram í Hofi á laugardaginn kemur þann 6. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem lokahátíðin er haldin utan höfuðborgarsvæðisins og munu 15 skólar eiga þar fulltrúa. Tvennir tónleikar verða þar sem 24 tónlistaratriði verða flutt.  Klukkan 16:30 verður svo tilkynnt um úrslitin. Nótan er samstarfsverkefni tónlistarskóla á Íslandi. Markmið Nótunnar ná allt frá því að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu.

 


Nýjast