Matti Eiðs frá Brún heiðraður fyrir framlag sitt til hestamennsku

Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamennfélagsins Léttis, afhenti Matthíasi viðurkenningun…
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamennfélagsins Léttis, afhenti Matthíasi viðurkenninguna.

Matthías Eiðsson var heiðraður á Hestaveislunni, sýningu Hestamannafélagsins Léttis, sem fram fór sl. helgi. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og þingeyinga heiðruðu Matthías fyrir ævistarf til hrossaræktunnar í landinu.

Matthías, sem lengst af var kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, hefur í áratugi stundað hrossarækt sem hefur sannarlega skipt sköpum í hrossaræktinni á landinu, „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans.

Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. Með þessu vilja Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir í umsögn um Matthías.


Nýjast