Markmiðið er að fara upp um deild

Karólína í baráttunni
Karólína í baráttunni

Skarpur er kominn í sumarskap og mun brydda upp á ýmsum nýjungum, poppa upp gamla liði og skapa nýja. Þannig er Þingeyingur í þaula kominn í sumarfrí en dyggir aðdáendur hans geta andað rólega því hann verður leistur af. Völsungur vikunnar hleypur í skarðið og gerir það af myndarbrag.

Fyrsti Völsungur vikunnar er Karólína Pálsdóttir. Hún er 21. árs vinstri bakvörður sem leikur með Völsungi í 2. deild kvenna. Hún hefur stundað fótbolta af ástríðu frá árinu 2006. Helstu áhugamál Karólínu eru ferðalög, tónlist, útivera, lestur og fleira. Karólína stefnir að sjálfsögðu á sæti í Inkassodeildinni.

Völsung vikunnar má lesa í heild sinni í prentútgáfu Skarps sem fæst í öllum betri matvöruverzlunum á Húsavík.


Nýjast