Margt um að vera í Hlíðarfjalli um helgina

Iceland Winter Games fer fram í Hlíðarfjalli um helgina.
Iceland Winter Games fer fram í Hlíðarfjalli um helgina.

Í dag, föstudag er opið kl. 12-19 í Hlíðarfjalli og er fínasta veður, hiti við frostmark og létt gola er segir í tilkynningu. Það er margt um að vera um helgina en Iceland Winter Games hefst í dag með vélsleðaspyrnu í Hólabraut kl. 20 í kvöld og hægt er að prófa Sled Dogs snjóskauta á milli 17 – 19.

Á morgun, laugardag verður opið kl. 10-21 og það er glæsileg dagskrá, þar á meðal Snjóblak, Snjócross, Fjallahjólabrun og Sled Dogs Bonefight og Freestyle Stökkkeppni.

"Við búumst við flottu færi og rífandi stemningu," segir í tilkynningu frá Hlíðarfjalli. 


Nýjast