Komumst ansi langt með jákvæðu hugarfari

„Það getur verið alveg ótrúlega krefjandi að halda út þessar fyrstu vikur en um leið og þetta er kom…
„Það getur verið alveg ótrúlega krefjandi að halda út þessar fyrstu vikur en um leið og þetta er komið upp í vana þá verður þetta svo miklu auðveldara,“ segir Helga Sigrún Ómarsdóttir.

Þegar haustið tekur við af sumrinu og lífið kemst í rútínu er vinsælt að taka heilsuna fastari tökum. Líkamsræktarstöðvar fyllast gjarnan af fólki sem ætlar að koma sér í gott form og ná af sér syndum sumarsins eða hreyfa sig meira sér til heilsubótar. Sumir fara aftur af stað eftir sumarfrí en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt.

Þá er að ýmsu að hyggja og ekki nema von að margir snúist í hringi um hvað sé best að gera þegar kemur að hreyfingu og mataræði þar sem ótal margt er í boði.

Vikudagur hafði samband við Helgu Sigrúnu Ómarsdóttur sem er ÍAK einkaþjálfari og starfar á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Þar býður hún m.a. upp á námskeiðið Absolute Training. Líkamsrækt og heilsa eru helstu áhugamál Helgu og hefur hún mikinn metnað fyrir því að aðstoða fólk við að ná sínum markmiðum.

Við fengum Helgu Sigrúnu til að gefa lesendum góð ráð inn í haustið en nálgast má viðtalið í net-og prentúgáfu blaðsins. 

 


Nýjast