Jólatónleikar Hildu Örvars

Hilda Örvars.
Hilda Örvars.

Hátíð, jólatónleikar Hildu Örvars, verða haldnir annað árið í röð í Akureyrarkirkju þann 13. desember kl. 20:00. Tónleikarnir heita eftir samnefndum geisladiski sem kom út fyrir síð­ustu jól þar sem finna má bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum, sum með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Ingólfsson.

„Hljóðheimur jólalaganna á þessum geisladiski sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistarinnar og þjóðlagatónlistar og útkoman er einlæg og
töfrandi með skínandi gleði, rétt eins og jólin sjálf,“ segir í tilkynningu.

Á tónleikunum koma fram ásamt Hildu þau Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Þorsteinsson, Kristján Edelstein og Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 20:00. Miðasala er á tix.is og við innganginn.


Nýjast