Hjalti og Lára segja bless í bili: Flytja til Wales

Hjalti og Lára flytjast búferlum til Wales í ágúst. Mynd/Auðunn Níelsson.
Hjalti og Lára flytjast búferlum til Wales í ágúst. Mynd/Auðunn Níelsson.

Hjónin Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson, jafnan þekkt sem tónlistardúettinn Hjalti og Lára, munu flytja af landi brott í ágúst. Síðustu tónleikar Hjalta og Láru í bili hér á landi verða í Hofi, fimmtudaginn 7. júní og er það hluti af tónleikaröðinni Hamskipti. Fjölskyldan mun flytjast til Cardiff í Wales í lok sumars. Lára komst inn í nám í listastjórnun sem tekur um það bil eitt og hálft ár. 

Hjalti og Lára segja spennt fyrir nýjum áskorunum og segir fjölskylduna hlakka til að flytja. 

„Það krefst heilmikillar skipulagningar að flytja með fimm manna fjölskyldu af landi brott, en við erum heppin með að þekkja vel til í Cardiff þar sem við höfum búið þar áður. Það verður áskorun fyrir börnin að fara í nýja skóla og þurfa að læra tvö tungumál," segja þau.

Ítarlegra er rætt við þau Hjalta og Láru í prentúgáfu Vikudags.


Nýjast