Hætta fyrir fullu húsi en taka þráðinn upp í haust

Úr sýningunni Fullkomið brúðkaup.
Úr sýningunni Fullkomið brúðkaup.

Sýningum á leikritinu Fullkomið brúðkaup í Hofi í uppsetningu Draumaleikhússins hefur nú verið hætt. Pétur Guðjónsson leikstjóri segir leikhópinn hæstánægðan með viðtökurnar og býst við að leikverkið fari aftur á fjalirnar í haust. „Við sýndum fjórar sýningar um liðna helgi og hættum fyrir fullu húsi. Við erum komin svo nálægt vorinu að húsið er ekkert laust, þannig að við ætlum að pakka niður og koma svo aftur í haust að öllum líkindum,“ segir Pétur.

Hann segir sýninguna hafa fengið afar góðar viðtökur hjá áhorfendum. „Við fundum fyrir miklu þakklæti og þetta var á við mjög gott hláturjóga. Við fengum svo margar fyrirspurnir um hvort þetta yrði sýnt áfram og því viljum við taka þetta upp aftur í haust til að svara þeirri eftirspurn,“ segir Pétur Guðjónsson.  

 


Nýjast