Fóru á tvo úrslitaleiki á Wembley á tveimur dögum

Sigurður Þorri og Gunnar á Wembley á leik Derby County og Aston Villa.
Sigurður Þorri og Gunnar á Wembley á leik Derby County og Aston Villa.

Feðgarnir Sigurður Þorri Gunnarsson og Gunnar Jónsson skelltu sér í ferð til London um liðna helgi og sáu sín uppáhalds fótboltalið spila úrslitaleiki á Wembley. Sennilega er það ekki algengt að Íslendingar fari á þjóðarleikvang Englendinga tvo daga í röð en það gerðu þeir Sigurður og Gunnar.

Sigurður er gallharður stuðningsmaður Sunderland sem spilaði við Charlton um sæti í næstefstu deild. Gunnar er hins vegar dyggur stuðningsmaður Derby County sem lék gegn Aston Villa um sæti í úrvalsdeildinni.

Vikudagur spjallaði við Sigurð um ferðina en viðtalið má nálgast í prent-og netútgáfu blaðsins. Með því að smella hér er hægt að gerast áskrifandi að blaðinu.


Nýjast