Fjölbreytt dagskrá á Græna hattinum um verslunarmannahelgina

Mikil og glæsilega dagskrá verður á Græna hattinum um verslunarmannahelgina sem hefst í kvöld, fimmtudaginn 2. ágúst. Þá munu Guðrún Gunnars, Óskar Pétursson og Magni Ásgeirsson flytja dagskrána “Lögin úr gullkistunni” þar sem þau syngja sín uppáhaldslög við undirleik Valmars Valjaots. 

Farið verður í gullkistur íslenskrar dægurtónlistar og sennilega munu nokkrar valdar sögur fá að fylgja með. Húsið opnar kl. 21.00 og hefst dagskráin  kl. 22.00

Á föstudagskvöld leggja drengirnir í Dúndurfréttum aftur af stað eftir gott hlé og spila brot af því besta úr klassíska rokkinu. Allt gamla góða rokkið frá Led Zeppelin, Pink Floyd, Uriah Heep og Deep Purple verður á sínum stað en einnig lög víða að úr þessum klassíska rokkgeira. Mjög fjölbreytt blanda af allskonar rokki, mjúkt og hart þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónleikarnir hefjast kl.22.00

Hjljómsveitin Hjálmar, með sinn seiðfljótandi reggae-takt, verða svo á Græna hattinum á laugardags og sunnudagskvöld og hefja þeir leik að lokinni dagskrá miðbæjarins eða um k. 23.00 bæði kvöldin. 


Nýjast