„Ég nenni alls ekki tilbúnum mat“

Kolbrún Sara Larsen er matgæðingur vikunnar í Matarkistu Skarps
Kolbrún Sara Larsen er matgæðingur vikunnar í Matarkistu Skarps

Kolbrún Sara Larsen er matgæðingur vikunnar, það fer vel á því enda er hún sælkeri af guðs náð. Ég elska að elda og græja mat en helst vil ég hafa þónokkuð fyrir því. Ég myndi gjarnan vilja vera allan daginn að dúlla mér í matargerð. Ég nenni alls ekki tilbúnum mat.“

Kolbrún Sara er uppalin á Húsavík og fluttist til baka á heimaslóð í fyrra ásamt fjölskyldunni en þau höfðu búið í Grenå í Danmörku  í tæp 4 ár. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá HSN á Húsavík.

Ís án sykurs fyrir börnin

Ís án sykurs fyrir börnin

- Uppskrift fyrir 3-4 fer eftir magninu sem sett er í hvert box
125gr hindber
200 gr mascarpone
2.5 dl rjómi
nokkrir dropar af steviu
1 teskeid vanilludropar/ eða hálf teskeið vanilluduft
100 gr dökkt súkkuladi

Aðferð:

Mascarpone og rjómi þeyttur saman þangað til hann verður léttur og þéttur. Vanillunni og stevíunni bætt útí. Hindberin hrærð létt saman við. Mér finnst best að hafa berin ekki alveg í mauk og hræri þau því mjög stutt.

Ég var búin að þvo og geyma ísblóma box og setti dökka súkkulaðið í botninn og hvolfdi boxunum þannig að súkkulaðið dreyfðist og kældi. Setti svo ísinn í boxin og smá súkkulaði yfir. Inn í frysti í ca 3-4 tíma og ta taaa tilbúið. Börnin mega borða eins mikid og þau vilja af þessum ís

Avocado ostakaka án osts

Avocado ostakaka án osts

Byrja á því að hita ofninn í 150gr

Botn

(125gr pecan hnetur (vatnaðar í 7 tíma og ristaðar á 50 gr í 12 tímar) hafði ekki tíma í það og er óþolinmóð að eðlisfari og notaði því í staðinn):

125gr blanda af kókosmjöli (ca 45gr), kakónibbum (ca 70gr) og smá af möndlum.

185gr Steinalausar döðlur

3 matskeiðar af kókosolíu bráðnaða við stofuhita.

Aðferð:

Kókosmjöl, kakónibbur og möndlur eru hakkaðar saman í matvinnsluvél, fara svo í ofninn á plötu í 7 mín ca.

Á meðan hakkaði ég döðlurnar og olíuna og blanda því svo saman.

Sett í form og inní ísskáp. Þjappaði botninum vel saman og sléttaði.

Svo gerði ég fyllinguna.

600gr af avocado kjöti frá sirka 5 avocado ávöxtum, fer eftir stærð.

200ml af lime safa. ca 5-6 lime. Mín voru stór.

1 tsk af rispuðum lime berki

190gr hunang.

175ml af kókosolíu, bráðinni og við stofuhita.

Allt hakkað saman þangað til þetta varð mjúkt. Smakkið samt til. Ef mér fannst vanta meiri sýru þá skellti ég lime‘inu út í. En ef það var of súrt þá setti ég meira af hunangi.

Í restina saxaði ég 75% súkkulaði yfir (átti ekki 85% en það er náttúrulega best).

Fyllingin er sett ofaná botninn, því næst súkkulaði og inní ísskáp yfir nótt. Svo er bara að sjá hvort þetta sé ekki bara alltof gott. Hefði viljað eiga kringlótt form þar sem skiptingin sést þegar maður sker í kökuna en ég á það ekki til og lét mér verða ofnfast form að góðu.

 


Nýjast