„Dýrmætt að hafa komið inn í hans skrif“

Brynhildur Bjarnadóttir.
Brynhildur Bjarnadóttir.

Brynhildur Bjarnadóttir, kennari við Háskólann á Akureyri, er annar höfundur bókarinnar Náttúruþankar sem kom út í byrjun þessa mánaðar. Bókina skrifaði hún í samstarfi við föður sinn Bjarna E. Guðleifsson, náttúrufræðing á Möðruvöllum, sem er jafnframt aðalhöfundur bókarinnar. Bjarni glímdi við erfið veikindi og lést viku eftir að bókin kom út. Þegar heilsu Bjarna fór að hraka kom Brynhildur inn í verkefnið með föður sínum til þess að bókin gæti orðið að veruleika.

Náttúruþankar fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá.  Brynhildur segir bókina ekki vera vísindarit heldur sé hún auðlesin, fræðandi og skreytt viðeigandi ljóðum sem gefa umfjölluninni enn meira gildi.


 

„Pabbi var búin að vinna að þessari bók í nokkuð langan tíma. Ég hef unnið við kennslu í HA í nokkuð mörg ár og kom inn í þetta verk með honum þegar skrifin stóðu yfir og heilsu pabba míns var farið að hraka. Við höfðum átt samstarf á vettvangi náttúruvísinda um langt skeið, bæði unnið að rannsóknar- og kennslustörfum innan þessa fræðasviðs og birt saman vísindagreinar,“ segir Brynhildur.

Lengra viðtal við Brynhildi og umfjöllun um bókina má nálgast í net-og prentútgáfu blaðsins. 

 

 


Nýjast