Dúndurfréttir og Valdimar á Græna hattinum

Dúndurfréttir.
Dúndurfréttir.

„Það er fátt betra en að hefja nýtt ár á því að fá svolítið klassískt rokk í æðar og eyru,“ segir í tilkynningu frá Græna hattinum. Það er einmitt það sem „þunglömbin“ í Dúndurfréttum ætla að gera á annað kvöld, föstudaginn 25.janúar. „Boðið verður upp á frískandi kokteil af Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep of fleiri rokkvinir kíkja eflaust inn á prógrammið hjá þeim. The Beatles, Kansas, Boston og jafnvel enn fleiri.“ Tónleikarnir hefjast kl.22.00.

Á laugarsdagskvöldið 26. janúar stígur hljómsveitin Valdimar á svið. Sveitin gaf út sína fjórðu breiðskífu í september og ber platan heitið Sitt sýnist hverjum. Af því tilefni ætlar hljómsveitin að blása til tónleika á Græna hattinum. Vegna mikilla anna hefur sveitin ekki komist norður til kynna plötuna fyrr en nú og er tilhlökkunin mikil í herbúðum sveitarinnar. Hljómsveitin hélt veglega útgáfutónleika í Háskólabíó í haust og því eiga tónleikargestir á Græna Hattinum von á góðu. Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig þeirra þekktustu lög af fyrri plötum. Tónleikarnir hefjast kl.22.00


Nýjast