Bæjarbúar hvattir til að skreyta með rauðu

Best skreyttið húsið árið 2013. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta með rauðu um helgina.
Best skreyttið húsið árið 2013. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta með rauðu um helgina.

Undanfarin ár hafa bæjarbúar á Akureyri verið hvattir til að skreyta bæinn sinn um verslunarmannahelgi til að skapa stemmningu. Rauði liturinn varð fyrir valinu árið 2013 og hefur verið haldið þeim lit allar götur síðan.

Bæjarbúar eru beðnir um að skreyta húsin sín og götur með rauðum ljósum, blöðrum, slaufum og öðru skrauti. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir best skreytta húsið og eins fyrir best skreyttu götuna.

Best skreytta húsið fær 50.000 króna úttektarkort frá Nettó, grill frá Byko og grillmatarkörfu frá B. Jensen að verðmæti 15000 krónur. Best skreytta gatan fær grillkjötspakka að verðmæti 75.000 krónur frá Goða í boði Norðlenska.

Um er að ræða Instagram leik, fólk tekur mynd af skreytingum sínum, húsinu og/eða götunni og setur inn á Instagram og notar #rauttAK.

Dómnefnd fer svo yfir myndirnar og velur best skreytta húsið og best skreyttu götuna.

Í ár eru framkvæmdaaðilar í samstarfi við Partýbúðina en þau hafa útbúið stand/rekka með rauðu skrauti fyrir þá sem vilja versla skraut til að nota í ár en hægt er að panta hjá þeim og fá sent samdægurs.

Dómnefndina skipa:

Hilda Jana Gísladóttir, formaður Akureyrarstofu
Dagný Björg Gunnarsdóttir, forvarna og félagsmálaráðgjafi 
Rebekka Hrafntinna Níelsdóttir, viðburðastjóri


Nýjast