Bærinn styrkir HM-verkefni í Gilinu um hálfa milljón

Leikir Íslands á HM verða sýndir á risaskjá neðst í Listagilinu.
Leikir Íslands á HM verða sýndir á risaskjá neðst í Listagilinu.

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt styrk að upphæð 500.000 krónur sem færist af styrkveitingum bæjarráðs vegna útsendinga frá leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í sumar á risaskjá sem komið verður fyrir neðst í Listagilinu á leikdögum.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar frumkvæðinu sem felst í verkefninu og hvetur framkvæmdaraðila til að óska eftir því að KSÍ komi að verkefninu með sambærilegum hætti og gert er í Reykjavík.

Eins og greint var frá nýverið munu Útvarp Akureyri FM 98,7 og Ölstofa Akureyrar bjóða Akureyringum upp á HM á risaskjá neðst í Gilinu. Íslendingar spila að minnsta kosti þrjá leiki á HM en fyrsti leikur Íslands er gegn Argentínu á laugardaginn kemur þann 16. júní og hefst hann kl. 13:00. Settur verður upp 15 fermetra risaskjár neðst í Gilinu.


Nýjast