10 bestu lögin með Ásgeiri Ólafs

Ásgeir Ólafs
Ásgeir Ólafs

Útvarpsmaðurinn Ásgeir Ólafs byrjar með nýjan þátt á Útvarp Akureyri í kvöld, mánudagskvöldið 21. maí. Þátturinn nefnist 10 bestu og mun Ásgeir fá til sín góða gesti sem spila tíu bestu rólegu lögin sín og segja söguna á bakvið lögin.

„Þetta er lágstemmdur þáttur þar sem notarlegheit mun ráða ríkjum. Létt spjall um tónlistina og einstaklinginn,“ segir Ásgeir. Þættirnir hefjast kl. 20:00. Fyrsti gestur Ásgeirs verður Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi.

 

 


Nýjast