Yfir 700 sjúkraflug það sem af er ársins

Nýtt met. Aldrei fleiri sjúkraflug en nú í ár, yfir 700 ferðir. Mynd af vefsíðu Slökkviliðs Akureyra…
Nýtt met. Aldrei fleiri sjúkraflug en nú í ár, yfir 700 ferðir. Mynd af vefsíðu Slökkviliðs Akureyrar

Nýtt met í sjúkraflugi á Íslandi var sett í vikulokin, en aldrei áður hafa verið farin fleiri sjúkraflug en á árinu 2017, rúmlega 700 flug í allt.

Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar fara í öll flug, annað hvort sjálfir eða með læknum og jafnvel sérhæfðu teymi Landspítala þegar flytja þarf nýbura.

„Verkefnin eru oft krefjandi en starfsmenn S.A leggja sig alla fram við að tryggja að þjónustan um borð sé sú besta sem völ er á. Að starfa í sjúkraflugi á Íslandi er heiður og erum við stoltir af því að taka þátt í þessu gríðarlega mikilvæga verkefni innan íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir í frétt á vefsíðu Slökkviliðs Akureyar.


Nýjast