Yfir 40 félög hafa skráð þátttöku sína

Fundur fólksins er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð sem haldin verður 8. og 9. september 2017 í Hofi Akureyri. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra opnar hátíðina.

Nú þegar hafa yfir 40 félög skráð þátttöku sína og er dagskráin að taka á sig mynd og styttist í að hún fyllist þó enn sé hægt að skrá viðburði á hátíðina. Hátíðin dregur fram þann ótrúlega fjölda fólks sem tekur þátt í félagsstarfi og vinnur óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Líflegar umræður, uppákomur og tónlistaratriði er meðal þess sem boðið verður uppá. Á laugardeginum verður einnig dagskrá fyrir yngri kynslóðina.

Fundur fólksins er suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu. Hátíðin er samtalsvettvangur þar sem markmiðið er að auka lýðræðisþátttöku og skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála eða fjölmiðla.


Nýjast