Vinna þarfagreiningu um fýsileika hjartaþræðinga á SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson.

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) lætur nú vinna þarfagreiningu um fýsileika hjartaþræðinga á SAk í samvinnu við erlenda ráðgjafa. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar á árinu. Þetta segir Bjarni Jónasson forstjóri SAk í svari við fyrirspurn blaðsins.

Eins og Vikudagur greindi frá sl. vor er eitt af markmiðunum í framtíðarsýn SAk til ársins 2021 að koma upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið. Í kjölfar stuðnings Samherja við verkefnið setti stjórn SAk formlega vinnu í gang í fyrra en Samherji veitti 35 milljóna króna styrk til SAk sem nota á til að undirbúa það að koma upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið.


Nýjast