Vingjarnleg samkeppni í Eyjafjarðarsveit

Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Fyrir aftan standa þær Sigríður Ásný Ketilsdóttir (t.v.) …
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Fyrir aftan standa þær Sigríður Ásný Ketilsdóttir (t.v.) og Sesselía Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir. Fyrir framan sitja þær María Pálsdóttir (t.v.), Heiðdís Pétursdóttir og Hrefna Laufey Ingólfsdóttir.

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar fór fram nýverið þar sem m.a. var samþykkt að stækka stjórn úr þremur í fimm vegna umfangs þeirra verkefna sem unnið er að. Í stjórn næsta árið sitja þær Heiðdís Pétursdóttir, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, María Pálsdóttir, Sesselía Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Ferðaþjónusta er áberandi í Eyjafjarðarsveit en hátt í 30 ferðaþjónustufyrirtæki eru þar starfandi. Kom fram á fundinum að mikil ánægja er með störf stjórnar og þá samstöðu og kraft sem ríkir hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.

Vikudagur forvitnaðist um stöðuna í ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit og horfurnar fyrir sumarið. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 


Nýjast