Vilja jarðgöng um Öxnadal

Mynd/Morgunblaðið.
Mynd/Morgunblaðið.

Vega­gerðin vek­ur at­hygli um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is á því að til að tryggja ör­ugg­ari vetr­ar­sam­göng­ur milli Skaga­fjarðar og Eyja­fjarðar megi grafa göng und­ir Öxna­dals­heiði. Slík göng með ganga­munna í svipaðri hæð og rætt er um í til­lögu um Trölla­skaga­göng gætu orðið um 11 km löng og kostað helm­ingi minna en Trölla­skaga­göng.

Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Ábend­ing Vega­gerðar­inn­ar kem­ur fram í stuttri um­sögn um þings­álykt­un­ar­til­lögu varaþing­mann­anna Stef­áns Vagns Stef­áns­son­ar og Bjarna Jóns­son­ar um að haf­in verði vinna við rann­sókn­ir, frum­hönn­un og mat á hag­kvæmni við gerð jarðganga á Trölla­skaga.

Trölla­skaga­göng hafa lengi verið í umræðunni. Einkum hef­ur verið rætt um göng frá Hofs­dal yfir í Bar­kár­dal en einnig tvenn jarðgöng sem færu fyrst úr Hörgár­dal yfir í Skíðadal og þaðan vest­ur í Kol­beins­dal í Skagaf­irði. Rök­stuðning­ur fyr­ir göng­un­um er að fjall­veg­ur­inn um Öxna­dals­heiði geti verið veru­leg­ur far­ar­tálmi yfir vetr­ar­mánuðina og að göng­in myndu stytta leiðina úr Skagaf­irði til Ak­ur­eyr­ar, segir í frétt Morgunblaðsins.


Nýjast