Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Sverrir Pál Erlendsson sem stendur á tímamótum, en eftir 44 ára kennslu við Menntaskólann á Akureyri er komið að leiðarlokum og kveður nú Sverrir Páll sinn gamla skóla. Hann segir það vera forréttindi að hafa unnið með ungu fólki öll þessi ár og vera partur af ríkulegu félagslífi innan skólans. Vikudagur heimsótti Sverri Pál upp í MA og spjallaði við hann um tímamótin, starf kennarans, tengslin við nemendur og ástríðu hans fyrir tónlist.

-Haukur Hinriksson og faðir hans Hinrik Þórhallsson hafa dvalið í Moskvu í Rússlandi undanfarna viku og fylgst með HM í fótbolta. Feðgarnir verða á leik Íslands og Nígeríu en þeir láta sér ekki nægja að elta íslenska liðið.

-Stefnt er að því að nýr leikskóli við Glerárskóla í Hlíðarhverfi á Akureyri verði tekinn í notkun árið 2021 og í skoðun er að byggja leikskóla við annan grunnskóla. Þetta er meðal þess sem Akureyrarbær vinnur að til að uppfylla þörf á leikskólaplássum næstu árin.

-Þorgeir Baldursson ljósmyndari fór á stúfana og fangaði HM-stemmninguna á Akureyri.

-Sportið er á sínum stað þar sem fjallað er um gengi KA, Þórs og Þórs/KA í fótboltanum.

-Anna Lilja Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Akureyrarbær, sér um Matarhorn vikunnar og bíður m.a. upp á sinn eftirlætisrétt.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast