Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Elínu Björg Ragnarsdóttur formann stjórnarAflsins á Akureyri sem eru samtök fyrir þolendur ofbeldis. Hún segir síaukin fjölda skjólstæðinga til Aflsins sýna mikilvægi starfseminnar og það sé brýnt að efla samtökin á næstu árum. Elín er uppalin á Húsavík og ákvað fyrir tveimur árum að snúa aftur á Norðurland er hún fékk vinnu hjá Fiskistofu. Vikudagur spjallaði við Elínu um Aflið, lífið fyrir norðan, bílstjóra- og leiðsögustarfið og ástríðu hennar fyrir ferðalögum.

-Langur biðlisti er eftir að komast að í endurhæfingu á Kristnesspítala. Illa gengur að saxa á hann og eru dæmi um að fólki þurfi að bíða í allt að tvö ár eftir að komast að. Undanfarna mánuði hefur verið  óvenju mikið um bráðaveikindi þar sem að einstaklingar þarfnist endurhæfingar  og mikil ásókn sé í almenna endurhæfingu og öldrunarendurhæfingu.

-Um 60% bæjarbúa á Akureyri telja að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir sumarmánuðina. Þetta kemur fram í nýlegri spurningakönnun RHA sem náði til 1000 íbúa á Akureyri.

-Fimm manna hljómsveit frá Akureyri spilaði nýverið á árlegri hátíð í Óðinsvé í Danmörku sem nefnist Havnekultur Festival og léku þar íslensk lög. Um þriggja daga hátíð er að ræða en Akureyringarnir spiluðu á laugardeginum.

-Málefnasamningur Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar sem mynda meirihluta á næsta kjörtímabili á Akureyri verður kynntur í vikulok. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 12. júní.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast