Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við listakonuna Önna Richardsdóttur sem hefur flutt gjörninga um árabil og gjarnan vakið athygli fyrir verk sín. Hún fer ótroðnar slóðir í listinni og segist fylgja hjartanu í því sem hún gerir. Um helgina verður Anna með sinn nýjasta gjörning á Svalbarðsströnd ásamt öðrum. Hún segist líta stolt um öxl og einbeitir sér að því að vera ávallt hamingjusöm. Vikudagur heimsótti Önnu og spjallaði við hana um listina og lífið.

-Fimm nýir bæjarfulltrúar koma inn í bæjarstjórn Akureyrar eftir úrslit sveitarstjórnarkosningana sl. laugardag. Farið er yfir helstu niðurstöður kosninganna.

-Hjónin Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson ætla að breyta til flytjast búferlum með fjölskylduna en síðustu tónleikar Hjalta og Láru í bili hér á landi verða í Hofi, fimmtudaginn 7. Júní. Í viðtali við blaðið segjast þau hjónin spennt fyrir komandi tímum.

- Aðalstjórn KA stóð fyrir opnum fundi í KA-heimilinu nýverið þar sem farið var yfir rekstrarumhverfi félagsins og framtíðar hugmyndir um uppbyggingu á félagssvæði KA. Meðal þess sem KA vill byggja á svæðinu er fjölnotahús, keppnisvöll með gervigrasi, stúkubyggingu sem stenst leyfiskerfi KSÍ fyrir keppni í efstu deild og nýtt félagsheimili.

-„Ég ákvað að henda bara í flott grill þar sem sumarið er þokkalega skollið á hér fyrir norðan,“ segir viðburðarstjórinn Davíð Rúnar Gunnarsson eða Dabbi Rún eins og flestir þekkja hann. Dabbi félst á að vera með Matarhornið þessa vikuna og nýtti veðrið til þess að grilla.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast